Í ljósi atviks sem átti sér stað í leik ÍBV og Stjörnunar í Pepsídeild karla síðastliðin sunnudag. Er rétt að árétta að knattspyrnuráð ÍBV lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hafa samband við þá aðila sem áttu hlut að máli. Slík framkoma er með öllu ólíðandi á knattspyrnuvellinum, sem og í samfélaginu yfir höfuð, og hörmum við framkomu þeirra einstaklinga sem gerðust sekir um kynþáttafordóma.