Nokkur olíumengun varð utarlega í Vestmannaeyjahöfn í dag þegar olía lak frá Álsey VE þegar verið var að dæla olíu á milli tanka um borð. Hafnarstarfsmenn fóru á vettvang um leið og ljóst var hvað hefði gerst en Andrés Þ. Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn sagði í samtali við Eyjafréttir að niðurbrotsefni hefði verið dreift yfir olíuna.