ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið Dóru Björk Gunnarsdóttur, grunnskólakennara, sem næsta framkvæmdastjóra. Tekur hún við af Tryggva Má Sæmundssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár. Dóra Björk hefur starfað mikið með yngri flokkum félagsins og þekkir starfið vel frá þeirri hlið. Hún hefur brennandi áhuga á íþróttum sem hún segir gott veganesti í nýja starfinu.