�?löglegar ákvarðanir meirihluta Vinnslustöðvarinnar
26. nóvember, 2015
Héraðsdómur Suðurlands hefur með dómi 25. nóvember ógilt tvær ákvarðanir meirihluta hluthafa í Vinnslustöðinni hf., frá 8. október 2014. �?etta eru ákvarðanir um samruna útgerðarfélagsins Ufsabergs útgerðar og Vinnslustöðvarinnar og hins vegar ákvörðun um að auka hlutafé Vinnslustöðvarinnar. �?etta er í annað sinn sem dómstólar fjalla um samruna fyrirtækjanna en árið 2013 ógilti Hæstiréttur sameiningu áðurnefndra félaga.
�?etta kemur fram í tilkynningu Stillu útgerðar þar sem segir: �??Skoðun fulltrúa Stillu útgerðar ehf., sem fer fyrir minnihluta hlutafa Vinnlustöðvarinnar er að ofangreindar ákvarðanir hafi ekki verið teknar með hagsmuni fyrirtækisins í huga. Héraðsdómur Suðurlands byggir ákvörðun sína á ákvæði um minnihlutavernd í íslenskum hlutafélögum, rétt eins og Hæstiréttur gerði árið 2013. Markmið verndarinnar er að veita minni hlutho�?fum, tiltekin réttindi og veita ákveðið mótvægi þannig að meirihluti hluthafa geti ekki, í krafti stærðar sinnar, misnotað aðsto�?ðu sína á kostnað minnihlutans.
Í dómi Hæstaréttar frá 26. mars 2013 segir �??Samkvæmt áðursögðu verður að líta svo á að samningur stefnanda [Vinnslustöðvarinnar] við Ufsaberg-útgerð ehf. 10. maí 2011 hafi engan annan tilgang haft en þann að virkja atkvæðisrétt eigin hluta í stefnda og sniðganga þannig það jafnræði og um leið atkvæðavægi sem 3. mgr. 82. laga nr. 2/1995 er ætlað að tryggja hluthöfum.�?� Um þessar ákvarðanir segir héraðsdómur Suðurlands �??Á hluthafafundinum þann 8. október 2014 hafi þessi sömu atkvæði verið nýtt til að taka efnislega sömu ákvörðun.�?? �?annig ógildir Héraðsdómur samruna Vinnslustöðvarinnar og Ufsaberg-útgerðar í annað sinn með sömu lagarökum.
Fulltrúar Stillu töldu nauðsynlegt að fá svar dómstóla við því hvort meirihluti hluthafa og stjórnar Vinnslustöðvarinnar væru að brjóta á rétti minnihlutans. Nú liggur fyrir staðfesting tveggja dómsstiga á því að svo hafi verið.
Í framhaldi af aðalfundi Vinnslustöðarinnar í júní sl. óskaði Stilla eftir því við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, með vísan í þau réttindi sem minnihluta hluthafa eru tryggð í hlutafélagalögum, að ráðherra skipi rannsóknarmenn til þess að skoða viðskipti meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar og eigenda Ufsabergs útgerðar. Nú er þeirrar niðurstöðu ráðuneytisins beðið.
Stilla útgerð hefur jafnframt óskað eftir því að Ársreikingaskrá framlengi úrskurð sinn um að skipa auka endurskoðendur til að vinna með kjörnum endurskoðendum í félaginu m.a. vegna þessara viðskipta. Ársreikningaskrá hefur á síðustu tveimur árum fallist á þessi sjónarmið og er nú beðið niðurstöðu um áframhaldandi skipan auka endurskoðanda fyrir Vinnslustöðina.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst