�?lýsanleg tilfinning
4. desember, 2013
Eftir margra vikna vinnu okkar og annara urðu stórtónleikar til styrktar Leikfélagi Vestmannaeyja að veruleika nú þriðja árið í röð undir yfirskriftinni Líf í Leikhúsið. �?að er því vert að við framleiðendurnir lítum um öxl og gerum upp viðburðinn með þökk til þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera þetta allt saman að því sem varð. Verkaskipting okkar framleiðendanna var einföld, Birkir sá um listahliðina og Viktor um allt sem kom að tæknimálum og búnaði. Með okkur slógust svo í för Alexander Páll Salberg sem tók að sér sviðsmálin og Ylfa Lind Gylfadóttir sem tók að sér leikna þáttinn í sýningunni.
Auðvelt aðgengi að ráðgjöf
�?egar kom að því að sækja ráðleggingar og stuðning var aldrei komið að tómum kofanum. Vilborg Sigurðardóttir, Sunna Guðlaugsdóttir og Jórunn Lilja Jónasdóttir veittu mikla aðstoð við val á lögum á dagskránna sem var algert �??lúxus vandamál�?? ef svo má að orði komast. Unnur Guðgeirsdóttir og Fríða Sigurðardóttir eru alltaf með heitt á könnunni og boðnar og búnar að aðstoða á allan hátt og miðla til okkar áralangri reynslu sinni af leikhúsinu. Ber að þakka þessu fólki sérstaklega fyrir frábæra aðstoð við uppsetningu þessa tónleika. �?á stóð stjórn félagsins heils hugar við bakið á okkur í gegnum ferlið allt.
�?tlitið skiptir máli
�?ó Leikfélag Vestmannaeyja eða við framleiðendurnir setjum það ekki fyrir okkur hvort einhver er stór eða lítill, feitur eða mjór þá skiptir heildarútlit svona sýningar gríðarlega miklu máli. Ljósabúnaður í Höllinni var tvöfaldaður og rúmlega það og var það í höndum Viktors að leyfa ljósunum að dansa í kringum þátttakendur en ekki síður sviðið sem var í höndum Alexanders Páls og þeirra félaga, Sigdórs Yngva, Sigurðar Lárusar, Söru Dísar og Höllu Kristínar. �?að var alveg sama hvort þau voru beðin að töfra fram fallbyssur eða rómverskan vagn þá var það komið á staðinn innan fárra daga. María Erna, Fjóla Finnboga og Díana Íva sáu svo um að draga fram það fegursta í þeim sem komu fram og lögðu í það mikla og góða vinnu en allar eru þær menntaðar í förðun.
Tónlist sem lifir
Kvikmyndatónlist er flokkur sem lifir oft lengur en aðrir flokkar. Lögin lifa í minningum fólks og atriði úr viðkomandi kvikmynd blossar upp í huga fólks um leið og það heyrir lagið spilað. �?að þarf því að vanda til verka og var allt besta fólkið fengið til verksins. Helga Sóley Aradóttir, Sara Renee Griffin, Svanhildur Eiríksdóttir, Una �?orvaldsdóttir og Erika Ýr stóðu sig frábærlega á sviðinu í fylgd reynslubolta eins og Jórunnar Lilju, Sólveigar Unnar, Sæþórs Vídó, Sunnu Guðlaugs, Zindra Freys og Guðlaugs �?lafssonar. Vilborg Sigurðardóttir og Jórunn Lilja auk Birkis Thórs sáu um að gefa söngvurum byr undir báða vængi með bakröddum auk þess sem Leikhúskórinn undir stjórn Sólveigar Unnar tók undir í nokkrum lögum. �?að er kannski vægt til orða tekið að segja �??tóku undir�?? því satt best að segja hefðu þau lög sem kórinn kom að aldrei geta verið á dagskránni án þeirra. Stuðlarnir Jarl, Halldór, Sæþór og Einar voru viðbót sem ekki mátti missa sín. Hljómveitin var þétt skipuð í ár og tvöfalt sett af þeim vel flestum. Jarl og Högni sáu um bassaleik, Gísli Stefáns (tónlistarstjóri) og Helgi Tórshamar um gítar, Birgir Nielsen og Elvar �?ór um trommuleik. �?á lék Matthías Harðarson á ekta Hammond auk hljómborðs og saxófón. Sigmundur var gestur okkar frá Selfossi en hann sá um píano leik. Við þetta allt bættust svo Jarl, Eggert, Einar og Guðlaugur á blásturhljóðfæri. Allt fékk þetta svo að hljóma við bestu aðstæður undir stjórn og eftirliti Harðar �?órs Harðarsonar hljóðmans.
Ekkert leikhús án leiks
Sýningin var eins og alltaf uppfull af dans- og leiknum atriðum og voru það dans og leikarar frá Leikfélaginu sem sáu um það. �?rír öflugir danshópar og nokkrir smærri sáu um atriðin og stóðu þau sig eins og hetjur. �?að eru forréttindi að fá að æfa með svona áhugasömu og góðu fólki. Sunna Guðlaugsdóttir, Margrét Steinunn Jónsdóttir sem einnig söng fyrir okkur Stellu í Orlofi með glæsibrag, Birkir Thór, Steiney Arna og Halla Kristín sömdu atriðin í samvinnu við Ylfu Lind. Árangurinn leyndi sér ekki. Zindri Freyr hélt svo öllu þessu saman með frábærum kynningum sínum. Hann dró fram það allra besta úr sjálfum sér.
Sáttir við niðurstöðuna
�?egar ljósin í salnum slökkna er það ólýsanleg tilfinning að sjá allt ganga upp eftir langt og erfitt undirbúningstímabil. Við erum mikið stolt af okkar fólki.
Yfir 300 manns sóttu sýninguna í Höllina síðast liðinn laugardag og vantaði ekkert uppá stemninguna í salinn. Mikið klappað, hlegið og grátið til skiptis. Vel safnaðist og mun stjórn félagsins setjast niður á næstu dögum til að ræða um fjárfestingar á nauðsynlegum hlutum sem vantar í húsið.
Við viljum færa öllum ofangreindum aðilum okkar bestu þakkir fyrir vinnu sína og framlag til þessa viðburðar. Án ykkar hefði aldrei orðið neitt �??show�??.
Að lokum viljum við þakka okkar nánasta samstarfsfólki fyrir alla aðstoð. Helga Sóley Aradóttir var aðstoðarmaður framleiðanda, Margrét Steinunn aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri ásamt Birtu Marinós og Sigríðar �?óru. Bjarki Ingason var aðstoðarmaður Viktors í hengingum og tengingum á tæknibúnaðinum. �?á viljum við sérstaklega þakka Vilborgu Sigurðardóttur fyrir sérlega mikinn stuðning og aðstoð í gegnum allt ferlið.
Tónlistarskólanum ber að þakka fyrir veitta aðstöðu til æfinga. Magga á Kletti þökkum við fyrir að sjá um forsöluna fyrir okkur þriðja árið í röð. Fyrirtæki og einstaklingar sem komu að þessu með okkur með einum eða öðrum hætti og ekki verður unnt að telja upp fá allar okkar þakkir fyrir. �?á viljum við þakka Höllinni og þá Tótu sérstaklega fyrir gott samstarf.
Leikfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær og gestir okkar á laugardaginn hafið þúsund þakkir fyrir frábært kvöld.
Við munum bjóða ykkur velkomin í 80�??s rokkið á vordögum í nýju og endurbættu húsnæði!
Við erum leikhús!
Birkir Thór Högnason og Viktor Rittmüller
Framleiðendur Lífs í Leikhúsið
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst