Fyrir ekki mjög löngu síðan var ég spurður að því hvort ég ætlaði að halda áfram að búa í Vestmannaeyjum. Ástæðan, að ekki aðeins voru allir ungarnir flognir úr hreiðrinu heldur enginn þeirra búandi í Eyjum. �?g svaraði hiklaust játandi og þrátt fyrir að hafa velt spurningunni fyrir mér síðan er svarið hið sama. �?g og frú �?orsteina erum ekki á förum.
Ástæðurnar eru nokkrar enda jákvæðu hliðarnar fleiri en hinar neikvæðu og þar skorar fólkið hæst, því það er sama hvað hver segir, Eyjamenn eru skemmtilegir og eru lítið fyrir að flækja hlutina. Eitthvað sem hentar mér, verandi frekar hrekklaus og einföld sál.
�?að er ótrúleg orka í þessu samfélagi okkar sem Eyjafréttir hafa endurspeglað frá árinu 1974 og eiga vonandi eftir að gera um ókomna tíð. Orkan birtist okkur í menningar- og félagslífi, atvinnulífi og íþróttum þar sem ÍBV-íþróttafélag flýgur flestum félögum hærra þessa dagana. Hér er líka metnaður í rekstri stofnana og skólarnir eru að aðlaga sig nýjum tímum.
Eins og kemur fram í blaðinu í dag hefur mikið verið byggt hér síðustu ár og nú eru fleiri íbúðahús í byggingu en nokkurn tímann sem sýnir að ungt fólk hefur trú á framtíð Vestmannaeyja.
�?á má ekki gleyma hvað hér er stutt í allt og gott aðgengi að starfsfólki opinberra stofnana, hjá bænum og í bönkunum. Eigi maður erindi við þær allar er hægt að græja það á einum klukkutíma eða tveimur.
�?egar maður er kominn á þann aldur að vera hættur að vinna er fróðlegt að skoða hvað það er sem skiptir máli. �?ar er fjölskyldan auðvitað efst á blaði og sú þjónusta sem stendur fólki til boða þegar kemur á efri árin.
�?ar virðast Vestmannaeyjar vera á pari við það besta sem býðst og þó heilbrigðisþjónustan mætti vera betri er til staðar sjúkrahús og fært starfsfólk til að græja hlutina ef eitthvað bjátar á. En þessu fólki þarf að skapa betri tækifæri til að takast á við erfiðari tilfelli og hér eiga konur að geta fætt börn sín með fullu öryggi.
Samgöngur er mála málanna þar sem flugið sem valkostur hefur algjörlega gleymst. Við höfum einblínt á sjóleiðina og vonandi sjáum við fram á betri tíð með nýju skipi í haust. Krafan er svo að haldið verði áfram að gera Landeyjahöfn að því sem lagt var upp með, að vera heilsárshöfn.
Í þessu samfélagi vil ég búa.