Blaðamaður sló á þráðinn til Sóleyjar Guðmundsdóttur, fyrirliða ÍBV, í gær en þá var hún staðsett í Reykjavík. Aðspurð hvernig henni fannst leikurinn hafa spilast sagði fyrirliðinn ÍBV liðið hafa byrjað vel en gefið aðeins eftir sem varð til þess að Stjarnan náði góðum tökum í lok fyrri hálfleiks. �??Við byrjuðum mjög vel og vorum yfir í allri baráttu fyrstu 30 mínúturnar en svo duttum við niður og það nýttu Stjörnustelpur sér mjög vel og skoruðu tvö mörk rétt fyrir hálfleik. �?að var eins og blaut tuska í andlitið og sem betur fer kom hálfleikur og við gátum rætt málin. �?að gekk mjög vel og þegar við komum út í seinni hálfleik kom ekkert annað til greina en að gefa allt sem við áttum eftir til að snúa taflinu við. Í framlengingunni fannst mér við miklu sterkari og í raun bara spurning um hvenær sigurmarkið kæmi.�??
Hvert var ykkar leikplan? �??Við lögðum upp með að koma strax í veg fyrir að þær myndu ná takti í sitt spil og um leið og við myndum vinna boltann ætluðum við að keyra hratt á þær og komast á bakvið vörnina þeirra,�?? segir Sóley sem viðurkennir að smá stress hafi gert vart við sig undir lok leiks. �??�?g viðurkenni að þegar ég sá 85 mínútur á klukkunni hugsaði ég til bikarúrslitaleiksins í fyrra en ætli það hafi ekki bara gefið þennan auka kraft sem við fengum og skilaði okkur jöfnunarmarkinu. �?egar það kom þá var ég aldrei í vafa um að við myndum klára þetta.�??
�?að var mikið hlaupið í þessum leik, hversu erfitt er að halda út heila framlengingu? �??Líkamlega var þetta einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað, krampi gerði vart við sig óvenju snemma en við vorum með svo gott fólk í kringum okkur sem var við öllu búið með súkkulaði, banana og allt mögulegt til að halda okkur ferskum,�?? segir Sóley.
Vítaspyrnudómurinn var umdeildur, var þetta réttur dómur að þínu mati? �??Já, mér fannst þetta vera víti. Snertingin var kannski ekkert rosalega mikil en þegar Cloé er komin á ferðina inni á teig þá þurfa varnarmennirnir að verjast mjög skynsamlega. Eins og í þessu tilfelli náði hún að skjóta sér á milli tveggja varnarmanna og eini sénsinn þeirra til að stoppa hana var að brjóta,�?? segir Sóley.
Hvernig var svo tilfinningin að lyfta bikarnum fyrir framan stuðningsmennina og koma síðan með hann heim til Eyja? �??Að lyfta bikarnum með þessum frábæru stelpum fyrir framan alla geggjuðu stuðningsmennina okkar er ólýsanlegt. Ferðin heim til Eyja var ótrúleg! Biddý, ÍBV-ari og lögreglukona á Suðurlandi, fylgdi okkur til Landeyjahafnar með blikkandi ljós og þegar við komum í Landeyjahöfn tók á móti okkur flugeldasýning. �?etta var skemmtilegasta Herjólfsferð sem ég hef upplifað þar sem við fengum flugeldasýningu bæði á Elliðaey og Bjarnarey og svo þegar við sigldum inn innsiglinguna. Á bryggjunni voru móttökurnar fáránlega geggjaðar! Allur þessi fjöldi stóð þarna í rigningunni til að taka á móti okkur og syngja og fagna með okkur. Allir sem voru með okkur voru í sæluvímu og það var svo mikil gleði í hópnum. �?etta eru ómetanlegar minningar sem við munum lifa á lengi. Við erum allar svo ótrúlega þakklátar fyrir allan stuðninginn sem við fengum allt frá þjálfurum og stjórnarmeðlima til stuðningsmanna. �?etta er svo einstakt og við erum svo lánsamar að vera í ÍBV og búa í þessu samfélagi sem Vestmannaeyjar eru!�?? segir Sóley að lokum.