Ónýtt tækifæri að kynna Surtsey betur
2. nóvember, 2024
IMG 6784
Frá málþinginu í Eldheimum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Eldheimar eru stórkostlegur gluggi inn í þann þátt sögu Eyjanna sem lýtur að eldgosum. Heimaeyjagosinu eru gerð glæsileg skil með sýningu þar sem myndir Sigurgeirs og hús Gerðar leiða áhorfendur rösk 60 ár aftur í tímann. Á efri hæðinni er saga Surtseyjargossins rakin í máli og myndum og frá upphafi hafa Eldheimar verið í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun.

Það var því einstaklega vel til fundið að efna til málþings um Surtsey þar sem færustu vísindamenn röktu sögu þessarar yngstu eyju landsins sem var friðlýst árið 1965, í miðju gosi. Yfirskrift málþingsins var Hvað er að frétta af Surtsey? Að því stóðu Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær.

Á málþinginu komu færustu vísindamenn og röktu kynni sín af Surtsey í máli og myndum. Þá var einnig fjallað um hvað það merkir að Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og hvað er framundan varðandi Surtsey nú þegar verið er að vinna nýja Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir eyna.

„Þurfum að færa Surtsey til ykkar þar sem þið komist ekki til Surtseyjar“

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, flutti fyrsta fyrirlesturinn og ræddi um þær áskoranir og þau tækifæri sem Surtsey færir Vestmannaeyjum sem ferðamannastaður. „Við þurfum að færa Surtsey til ykkar þar sem þið komist ekki til Surtseyjar,“ sagði hún. Í svari við fyrirspurn úr sal játaði Inga Dóra því að það væru ónýtt tækifæri að kynna betur Surtsey fyrir hinn almenna túrista sem og heimafólki og sagðist vilja vinna að því að auka þá þekkingu.

Fjölmörg sóknarfæri

En það voru fleiri sem ekki komust til Eyja en Surtsey.  Þannig sat Einar E.  Sæmundsson Þjóðgarðsvörður fastur heima vegna jarðarfarar en flutti fyrirlestur sinn í gegnum netið. Ræddi hann þar á einkar skýran hátt um heimsminjaskrá UNESCO og hversu einstök sú tilnefning er. Aðeins 3 staðir á Íslandi eru á heimsminjaskránni, auk Surtseyjar eru það Þingvellir og Vatnajökulsþjóðgarður. Benti Einar á fjölmörg sóknarfæri sem aðrar þjóðir nýta sér til að auglýsa upp sína sérstöðu og sagði þessa einstöku tilnefningu geta orðið enn meiri lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna og nærsamfélagið allt.

Skítur og hland stórauka gróðurinn

Þá var röðin komin að vísindamönnunum sem hafa verið að rannsaka Surtsey undanfarin ár og áratugi. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur flutti afar fróðlegt erindi um upphaf og þróun plöntulífs í Surtsey og kom m.a. fram í máil hans að þar hefði orðið til ný þekking á sviðinu. Tók hann sem dæmi að skítur og hland selanna eins og hann orðaði það hefði orðið til þess að stórauka gróðurinn á svæðum sem vísindamenn hefðu ekki búist við að myndi taka við sér. Annar áhugverður vinkill Borgþórs var samlíking hans á Surtsey við aðrar úteyjar og hvernig þær hefðu þróast. Sannarlega áhugaverður og upplýsandi fyrirlestur.

Mikil ný þekking orðið til í rannsóknum á þróunarsögu Surtseyjar

Síðari vísindamaðurinn til að stíga á stokk var Bjarni Diðrik Sigurðsson, líf- og vistkerfafræðingur. Bjarni Diðrik flutti fyrirlestur sinn af innlifun og ástríðu og það var greinilegt að hann brann fyrir viðfangsefninu. Bjarni Diðrik ræddi eins og Borgþór á undan um hversu mikil ný þekking væri að vera til í rannsóknum á þróunarsögu Surtseyjar. Nefndi hann sem dæmi móbergið sem væri nær einvörðungu til hér á landi. Sagði hann að það hefði komið vísindamönnum algerlega á óvart hversu hratt það þróaðist og væri einstakt að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í rannsókn sem hefði opnað svona algerlega nýja sýn til slíkra mála.

Spennandi tími framundan

Sigrún Ágústdóttir nýskipaður forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar átti lokaorðið en stofnunin tekur til starfa um komandi áramót og hefur aðsetur á Hvolsvelli og þar með nær Vestmannaeyjum. Þakkaði hún vísindamönnum fyrir framlag sitt og með óskum um að haldið verði áfram að miðla niðurstöðum rannsókna í Surtsey og lyfta upp gildi Surtseyjar sem heimsminjastaðar.

Dagskránni lauk með því að Þórarinn Ólafsson söng Þjóðhátíðarlag Ása í Bæ frá 1964 við undurfagran undirleik Páls Viðars Kristinssonar . Ljóð Ása víkur að Surtsey á þennan fallega hátt: Rauðaglóðir leiftra hátt mót himintjöldum / hafið faðmar landsins yngstu strönd.

Að lokum hvatti Þórarinn viðstadda að syngja með sér Heimaslóð við lag Alfreðs Washington. Vel viðeigandi og fallegur endir á fróðlegu málþingi sem hér með er lagt að verði árviss viðburður í Eldheimum eftirleiðis.

Fleiri myndir frá málþinginu má sjá hér að neðan.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst