Í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, ætlar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að heimsækja Vestmannaeyjar en hún stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og ekki síst málefni Vestmannaeyja. Fundurinn hefst kl. 12:00 en boðið verður upp á kjúklingasúpu frá Einsa Kalda.
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst