Listakonan og Eyjakonan Sigurdís Arnarsdóttir hefur opnað vinnustofu að Skipholti 9 í Reykjavík. Sigurdís segir að vinnustofan verði opin þegar hún er við vinnu og út ágúst. Og hún býður Vestmannaeyinga sérstaklega velkomna til sín og segist vera með kaffi á könnunni.