Ef allt gengur eftir, gæti Landeyjahöfn opnað fyrir 1. apríl. Þetta kemur fram í vikulegri spá Siglingastofnunnar vegna hafnarinnar en á vef stofnunarinnar er sagt að litlar líkur séu að Landeyjahöfn opnist fyrir 28. mars. Samkvæmt ölduspá megi hins vegar búast við ágætis veðri til dýpkunar seinni part dags 23. mars til 28. mars. Höfnin gæti því opnast eftir það.