Orkan og Vestmannaeyjar 2.0
30. nóvember, 2021

Á Orkneyjum norður af Skotlandi búa um 22.000 manns. Þar hefur skoska ríkið og heimafólk, ásamt Evrópusambandinu veitt European Marine Energy Center (EMEC) aðstöðu og stuðning til þess að hugvitsfólk á sviði sjávarfalla- og vindorkuvirkjana geti þróða sína tækni. Fjármögnun verkefnisins hófst upp úr síðustu aldarmótum og byggði í raun frekar á trú en vissu, því tæknin í þessum geira var þá varla neitt á veg komin. Í stuttu máli sagt hafa þær tilraunir sem gerðar hafa verið tryggt það að þau umhverfisvænu og oft færanleg orkuver sem sett hafa verið upp við og á eyjunum anna allri orkuþörf íbúanna og rúmlega það. Það sem tekst að virkja umfram er svo breytt í vetni, flutt í ferjur og í þeim aftur breytt í raforku sem uppfyllir orkuþörf ferjanna á meðan þær liggja við landfestar. Fyrir vikið er eitt hæsta hlutfalla rafbíla á heimsvísu miðað við höfðatölu að finna á Orkneyjum svo dæmi sé tekið. Orkan er hagkvæm og dregið hefur verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Dauðafæri
Ein aðal umræðan fyrir síðustu Alþingiskosningar var hvað ætti að gera við alla grænu, óbeisluðu orkuna sem Ísland býr yfir. Nú er komin ný ríkissjórn þar sem nýtt ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála fer með málaflokkinn. Ég tel orkumálin vera eitt mikilvægasta málið í Eyjum í dag, með okkar eina streng yfir álin og afar takmarkað og gamaldags varaafl, sem engan vegin getur leyst þá orkuþörf sem hér skapast á vertíðum hjá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum ef eitthvað kemur upp á. Við erum því nú í dauðafæri á þessari stundu að kalla eftir framtíðarsýn í þessum málum hér í Eyjum.

Við erum þegar byrjuð
Við höfum þegar tekið eitt risastökk í betri nýtingu á varmaorku hér í Vestmannaeyjum en það er Varmadælustöð HS veitna við Hlíðarveg. Næsta skref hlýtur að vera raforkan sem verður okkur sífellt mikilvægari. Við erum þegar komin framar en Orkneyjar hvað eitt varðar en það er hinn rafdrifni Herjólfur.

Þurfum ekki að finna upp hjólið
Sambærilegt verkefni EMEC verkefninu á Orkneyjum gæti skapað hér það orkuöryggi sem þörf er á í Vestmannaeyjum. Til þess að gæta að vistkerfninu og menningartengdum verðmætum, svo sem úteyjum og fuglalífi sem og með teknu tilliti til þeirra veðurskilyrða sem hér eru, væri eðlilegasta í mínum huga að þau orkuver yrðu valin til verksins væru færanleg. Þau hafa verið þróuð með góðum árangri af aðilum tengdum EMEC og því raunhæfur kostur í dag. Breyta mætti umframorku sem ekki nýtist innanbæjar í vetni sem aftur gæti nýst sem varaafl, eða viðbótarafl þegar sjávarútvegurinn þarf meiri orku. Allt er þetta græn orka sem er þegar í sjónum allt í kringum okkur og ljóst að ávinningurinn að þessu yrði mikill.

Ávinningurinn mikill
Ekki myndi þetta aðeins þýða lækkun raforkuverðs hér sem þykir frekar hátt á landsvísu og auka raforkuöryggi, heldur myndi þetta skapa mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna sem gæti nýtt sér þetta til að kynna eyjarnar sem einn þær framsæknasta á sviði raforkuframleiðslu. Eyjarnar yrðu enn sjálfbærari og hvatinn til uppbyggingar nýrra atvinnuvega hér yrði meiri. Þetta finnst mér vera Vestmannaeyjar 2.0.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst