Bensínsalan Orkan hefur sett upp eina bensíndælu við verslunina Tvistinn við Faxastíg, þar sem Skeljungur var áður með bensínsölu. Orkustöðin í Eyjum er 26 Orkustöðin sem opnuð er á landinu og stutt er í að sú 27 verði opnuð en sjálfsafgreiðsla er í öllum Orkustöðvum. Í dag er verðið sex til sjö krónum lægra en áður var en Jón Páll Leifsson, hjá Orkunni segir stöðin vera snemmbúin jólagjöf til Eyjamanna.