Vestmannaeyjameistaramót Íslands fór fram í síðustu viku, það hófst á fimmtudag og stóð fram á laugardag. Veður var gott mótsdagana, ekki síst á laugardaginn þegar Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta.
Vestmannaeyjameistari karla var �?rlygur Helgi Grímsson og kom það fáum á óvart. Í fyrsta flokki karla var Bjarni �?ór Lúðvíksson í fyrsta sæti. Í öðrum flokki var Andri Steinn Sigurjónsson í fyrsta sæti, í þriðja flokki Karl Jóhann �?rlygsson og þeim fjórða Guðmundur Ingi Jóhannesson.
Vestmannaeyjameistari kvenna var Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Í fyrsta sæti með forgjöf var Ásta Björt Júlíusdóttir og í byrjendaflokki Birgitta Karen Guðjónsdóttir.