Fylkir vann öruggan sjö marka sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Ábænum í 1. umferð N1-deildar Íslandsmótsins í kvennahandbolta. Lokatölur urðu 33:26 en staðan í hálfleik var 18:10 Fylki í vil. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var markahæst hjá ÍBV með átta mörk.