�?sigur í kaflaskiptum leik
12. apríl, 2013
Leikur ÍBV og Fram í fyrstu umferð undanúrslita Íslandsmóts kvenna í handknattleik var vægast sagt mjög kaflaskiptur. Eyjastúlkur byrjuðu mjög vel í leiknum og komust m.a. í 3:8 en þá fór að síga á ógæfuhliðina, Fram náði að jafna en í hálfleik var staðan 13:13. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, Fram náði fimm marka forystu en undir lokin vantaði aðeins herslumuninn á að ÍBV næði að jafna. Lokatölur urðu 25:24 eftir hörkuleik. Liðin mætast að nýju í Eyjum á sunnudaginn klukkan 15:00.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst