Óskar J. Sigurðsson er Eyjamaður ársins 2012 að mati dómnefndar Eyjafrétta, sem veitti viðurkenningar í hádeginu í dag. Auk þess var Ísfélag Vestmannaeyja valið fyrirtæki ársins, Björgunarfélagið fékk viðurkenningu fyrir viðurkenningu fyrir samfélagsmál, Kári Bjarnason fyrir framlag til menningarmála og Hjalti Kristjánsson, fyrir framlag til íþróttamála.