�??�?g hlakka mikið til og er kátur með að þessi litla tilraun okkar frá í fyrra er að vaxa og dafna. �?etta var draumurinn, að geta haldið áfram og nú er það að takast. �?að var mjög gaman í fyrra og nú verða þetta tvö kvöld sem gerir þetta enn skemmtilegra. �?að var mín ósk og allra sem komu að þessu í fyrra að framhald geti orðið og það er vel við hæfi að halda árlega �?skarshátíð í Vestmannaeyjum. �?skar �?órarinsson frá Háeyri var mikill djassáhugamaður og studdi við djasslíf af miklum myndarskap,�?? sagði Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður um tónleikana sem hann heldur ásamt hljómsveit sinni á Háaloftinu á laugardagskvöldið. Á föstudagskvöldið verður svo Birgir Nielsen með sína sveit á Háloftinu og flytja verkið Svartur tveir sem hann gaf út í fyrra.
�??Við höfum fengið flesta veitingastaðina í lið með okkur og það verður tónlistaratriði í Eldheimum, Sagnheimum og Sæheimum. Reggie �?ðins ásamt hljómsveit verða í Sagnheimum á föstudag. Reggie �?ðins verður á lágstemmdari nótunum í Fiskasafninu á laugardag og um kvöldið verður Leó Snær með gítarinn á Kaffi Eldheimum,�??
sagði Birgir Nielsen sem sjálfur ætlar að flytja verkið Svartur tveir sem hann gaf út á plötu á síðasta ári. �??Tónleikarnir verða á föstudagskvöldið og með mér verða frábærir leikmenn, Haukur Gröndal á baritonsaxófón, Steinar Sigurðarson tenórsaxófón og bróðir hans Snorri Sigurðarson á trompett. Á bassa að þessu sinni verður enginn annar en Stuðmaðurinn Tómas Tómasson, á gítar Ásgeir Ásgeirsson og á píanó Stefán Íkorni Gunnlaugsson. Við ætlum að spila verkið í heild og fara svo um víðan völl í djass og fönki. �?g get lofað skemmtilegu kvöldi og er gaman að sjá hvað þetta er að taka á sig skemmtilega mynd. Bærinn á eftir að iða af lífi og það verður líflegt á veitingastöðunum og �?skarshátíðin er komin til að vera,�?? sagði Birgir Nielsen trommari, tónskáld og söngvari að lokum. �?eir sem vilja geta fengið rútuferð upp á Háaloft að loknum málsverði á veitingahúsi.