Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið í Norður-Atlantshafi á undanförnum árum og þær líklega haft áhrif á íslenska sjófuglastofna. Ekkert lát virðist vera á hitasveiflu yfirborðs hafsins upp á við sem staðið hefur frá 1996. Óljóst er hvort hnattræn hlýnun bætist þar ofan á, að sögn Erps Snæs Hansen líffræðings. Gerist það skapast ástand sem er óþekkt í sögu mannkyns á norðurslóðum.