Tómas Einarsson, tvítugur Eyjamaður er flugáhugamaður sem á fjórar fjarstýrðar flugvélar. Hann kom svokallaðri GoPro myndavél fyrir á einni flugvélinni og flaug yfir Heimaey og í fjöllunum þar. Flugferðina má finna hér að neðan en flug- og lofthræddir eru varaðir við að horfa á myndbandið. Þeir sem þora, sjá hins vegar ekki eftir því þar sem myndbandið er ótrúlega flott. Sjón er sögu ríkari.