Óvissa með fyrirkomulag í FÍV

Undirbúningur haustannar er í fullum gangi og munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu Framhaldsskólans þegar nær dregur. Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi. Skipulag skólastarfsins tekur mið af Covid-19 og rétt er að minna á að skólinn fylgir að sjálfsögðu fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir og samkomutakmarkanir. Næstu upplýsingar um samkomutakmarkanir eru væntanlegar þann 13. ágúst og í framhaldi af því koma upplýsingar um skipulag skólastarfsins inn á heimasíðu skólans.

Einn möguleikinn er blanda af staðnámi og fjarnámi innan þeirra takmarkana sem eru í gildi á hverjum tíma. Verið er að skoða mögulegar útfærslur á slíku fyrirkomulagi. Móttaka nýnema eins og annað skólahald mun að sjálfsögðu taka mið af reglum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum á heimasíðu skólans og upplýsingafundum almannavarna.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.