Stefnt er að því að sigla næstu ferð, frá Vestmannaeyjum klukkan 18:30 og frá Landeyjahöfn 19:45 en veruleg óvissa er með síðustu ferð dagsins, frá Vestmannaeyjum kl 21:00 og frá Landeyjahöfn 22:00. �?lduspá gerir ráð fyrir hækkandi öldu seint í kvöld og nótt og því er óvissa með síðustu ferð dagsins, þeir sem hafa tök á því að færa sig í næstu síðustu ferðina eru hvattir til að gera það, segir í tilkynningu frá Herjólfi.
Tilkynning varðandi siglingar á morgun, þriðjudag kemur í kvöld eða strax í fyrramálið en eins og fram hefur komið er spáð ölduhæð yfir 3 metrum á morgun og því gæti þurft að gera breytingar á áætlun.