Peningar af konukvöldi í gott málefni
24. maí, 2007

Áhugahópurinn á rætur sínar að rekja til Hvolsvallar en hann er öllum opinn, sama hvar í sveit þeir eru settir. Gunnhildur segir að um 20 fjölskyldur séu í hópnum og skilgreiningin á fólki með sérþarfir sé nokkuð opin. �?Hópurinn er opinn öllum sem telja sig hafa hag að því að hitta fólk sem er kannski í sömu stöðu. Í hópnum eru fjölskyldur langveikra barna og fatlaðra og eftir að við fórum að hittast kom í ljós að fólk vissi kannski ekki hvert af öðru þó að þarfirnar væru svipaðar. �?ess vegna hefur það verið dýrmætt fyrir okkur að geta hittst og fólk er duglegt við að miðla af reynslu sinni,�? segir Gunnhildur.

�?�?að er þess vegna mikill ávinningur af þessu og eitt af því sem við höfum áorkað er að fá iðjuþjálfa hér á svæðið en áður þurfti fólk að keyra til Selfoss eða Reykjavíkur. Einnig höfum við fengið gesti í heimsókn til okkar frá �?roskahjálp. �?eir hafa haldið fyrirlestra og kynnt okkur þau réttindi sem við höfum en það hefur komið í ljós að margir vita ekki hvaða rétt þeir hafa eða hvaða þjónustu þeir geta farið fram á.�?

Að sögn Gunnhildar er einnig verið að vinna að búsetumálum fatlaðra á svæðinu en í Rangárvallasýslu eru engin sambýli fyrir fatlaða. Átak þurfi í búsetumálum eldri barna, sem og dagvistun fyrir þau yngri. �?Við höfum rætt við sveitarstjórnina að gerð verði greining á svæðinu í málefnum fatlaðra. Fatlaðir eiga t.d. lagalegan rétt á liðveislu og það er m.a. eitthvað sem margir vita ekki,�? segir Gunnhildur. �?�?annig hefur þessi félagsskapur verið vakning fyrir fólk og vonandi munu hlutirnir breytast hér til batnaðar.�?

Peningaupphæðin sem afhent var er, sem fyrr segir, afrakstur konukvölds í Hvolnum fyrr í vetur. �?�?að var alltaf hugmyndin hjá okkur að styrkja þennan hóp. �?etta er nýlega stofnaður hópur og þó upphæðin sé ekki há þá er hugmyndin með gjöfinni einnig að vekja athygli á málefnum hópsins,�? segir Ingibjörg Sigurðardóttir, sem stóð að konukvöldinu ásamt Ívari �?ormarssyni og fleirum.

�?eir sem vilja fræðast frekar um áhugahópinn geta haft samband við Gunnhildi í gegnum tölvupóst, gunnoghaddi@yahoo.com. �?ar geta áhugasamir komist á póstlista en fundir hópsins eru auglýstir í Búkollu.
gks.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst