Dýpkunarskipið Perlan er á leið frá Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun gat skipið ekki athafnað sig sem skildi í hafnarmynninu og því talið ástæðulaust að hafa skipið á staðnum. Skandia mun hins vegar halda áfram en dýpkun í hafnarmynninu gengur hægt enda aðstæður erfiðar, vindasamt og sterkur straumur við höfnina.