Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sælgæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst