Útgerðarfyrirtækið Kæja ehf, sem gerir út stálskipið Portland VE, er til sölu með um 250 þorskígildistonnum. Benóný Benónýsson, aðaleigandi útgerðarinnar segir ástæðuna fyrir hugsanlegri sölu einfalda, litlu útgerðarfyrirtækin eins og fyrirtæki hans, ráði einfaldlega ekki við aukið veiðigjald sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lagði á sjávarútveginn á nýhöfnu kvótaári.