Ekki er vitað til þess að prestur innan þjóðkirkjunnar hafi áður verið ákærður fyrir kynferðisbrot hér á landi. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélagsins, segir alvarlegt að þessi staða sé komin upp. Ríkissaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, fyrir kynferðisbrot.
Fimm stúlkur kærðu Gunnar. Þrjú málanna voru felld niður, þau töldust ekki líkleg til sakfellingar, eins og segir í tilkynningu frá ríkissaksóknara. Hins vegar er ákært vegna tveggja mála.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst