Í kvöld kl 20:00 ætla Prjónakaffiskonur og -karlar að hittast á Volcano Café í fyrsta Prjónakaffinu í vetur. Væntanlega verður tekið í nokkra prjóna og skorað á bæði konur og karla að láta sjá sig. Allir velkomnir með prjóna, hekl eða útsaum, nú eða bara til að spjalla, fá ráðleggingar, hugmyndir og skiptast á uppskriftum. Tilboð verður á kaffi og með því.