Ráðherra ​heilsaði upp á VSV-fólk í Barcelona
25. apríl, 2024
1-bjarkey_vsv_is
Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. Ljósmynd/vsv.is

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali.

Í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á sýningunni enda mikilvægur vettvangur til að sýna sig og sjá aðra.

„Við það að Leo Seafood í Eyjum og Hólmasker í Hafnarfirði urðu hluti af VSV-fjölskyldunni lá beint við að auka kynningu á ferskum og frosnum botnfiskafurðum VSV á sjávarútvegssýningum og í markaðsstarfinu yfirleitt.
Við sjáum líka teikn á lofti sem lofa góðu fyrir spurn eftir makríl- og síldarafurðum.
Sýningin í Barcelona var vel sótt og í heildina tekið var mikill áhugi á íslensku sjávarfangi vel merkjanlegur. Það eykur okkur bjartsýni.“

2.244 fyrirtæki/sýnendur frá 87 ríkjum

Sýningarnar í Barcelona eru í raun tvær, Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, og þeim lauk í dag, 25. apríl. Þetta er 30. samkoman af þessu tagi. Lengi vel var sýningin í Brussel en þetta er þriðja ár hennar í Barcelona.

Umfangið nú var ekkert smotterí og hefur aldrei verið meira. Þarna komu við sögu 2.244 fyrirtæki/sýnendur frá 87 ríkjum í sýningarbásum á yfir 50.000 fermetra gólffleti!

Mörg íslensk fyrirtæki voru þar á meðal og stofnuðu til nýrra viðskiptatengsla eða styrktu tengsl við viðskiptavini sem fyrir voru, segir í umfjolluninni á vsv.is.

Fleiri myndir frá sýningunni má sjá hér.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst