Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða þar sem gert er ráð fyrir 2000 lestum af skötusel án þess að þeim verði úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda í tegundinni á þessu og næsta fiskveiðiári. Áður hafði ráðherra skert veiðiheimildir í skötusel um 500 tonn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að útgerðum skipa sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni verði heimilað að sækja um að fá í hvert sinn að hámarki 5 tonn af þeim aflaheimildum gegn greiðslu gjalds sem gert er ráð fyrir að renni í ríkissjóð.