Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnar beiðni Stillu útgerðar ehf. og Brims hf. um skipan rannsóknarmanna til að kanna tiltekna þætti í starfsemi Vinnslustöðvarinnar og meðferð eigin fjár í tengslum við samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. sem borin var upp á aðalfundi VSV 2. júní 2015.
Ráðuneytið færir ítarleg rök fyrir niðurstöðu sinni í 15 blaðsíðna greinargerð sem VSV barst afrit af í dag.
Í niðurlagi segir:
�??Í ljósi þess sem að framan greinir er það niðurstaða ráðuneytisins þegar litið er til málsins í heild, þeirra gagna sem borist hafa, sjónarmiða aðila og dóms Hæstaréttar í máli nr. 826/2015 að ekki séu komnar fram nægjanlegar ástæður til þess að samþykkja tilmæli um tilnefningu rannsóknarmanna. Er því tilmælum Stillu útgerðar ehf. og Brims hf. um tilnefningu rannsóknarmanna synjað.�??
Af vef Vinnslustöðvarinnar, vsv.is.