Eftir því sem nær hefur dregið kosningum er orðið æ ljósara að höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum eru Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn. �?að er því ekki úr vegi að draga saman örfá atriði sem sýna þann meginmun í stefnu þessara tveggja flokka þannig að við kjósendur getum betur áttað okkur á hvernig við nýtum atkvæðisrétt okkar á laugardaginn. �?rfá dæmi af mörgum eru hér nefnd:
Heilbrigðismál
�?� Vinstri- græn vilja samfélagslega uppbyggingu heilbrigðismála þar sem allir njóta sömu réttinda á efnahags og stöðu.
�?� Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið heilbrigðismálum í óefni og nú vill hann einkerekna heilbrigðisþjónustu sem gefur vildarvinum flokksins gróða í eigin vasa á kostnað almennings. �?essi stefna gagnast best þeim ríkustu í samfélaginu en skilur almenning eftir með dýra og ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
Skattamál
�?� Vinstri græn vilja innheimta sanngjarna skatta af þeim sem sannarlega hafa efni á að greiða þá. Við viljum einnig skattleggja þau alþjóðlegu fyrirtæki sem eru með rekstur á Íslandi en greiða ekki skatt til samfélagsins. �?á viljum við ná til skattsvika bæði hér heima og í gegnum skattaskjól.
�?� Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta á hátekjufólk og auka þannig á óréttlætið í landinu. Flokkurinn hefur ekki mikinn áhuga á að ná til skattsvika, hvorki hér heima né í skattaparadísum erlendis enda eru málin sérstaklega óþægileg fyrir marga forystumenn og máttarstólpa flokksins. Margis þeirra, meira að segja ráðherrar, hafa beinlínis tengst skattaskjólum og þannig komist hjá því að taka þátt í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
Auðlindamál
�?� Vinstri græn leggja áherslu á að þjóðin sjálf á auðlindir landsins. �?jóðin á því að fá sanngjarnan arð af þessum auðlindum til þess m.a. að efla samfélagslega þjónustu.
�?� Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þjóðarauðlindirnar sem �??einkaeign�?? útvalinna og þeir eigi að njóta arðsins á kostnað almennings.
Hagsmunir �?jóðarinnar
�?� Vinstri græn leggja áherslu á í sinni stefnu að hagsmunir þjóðarinnar skuli ávalt sitja í fyrirrúmi þegar teknar eru ákvarðanir um í nútíð og til framtíðar.
�?� Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á sérhagsmuni á kostnað hagsmuna þjóðarinnar. Fáir einstaklingar njóta arðsins en þjóðin situr eftir með sárt ennið.
�?egar við göngum í kjörklefann á morgun skulum við hafa þessa og fleiri mikilvæga þætti í huga. Með því að kjósa Vinstri græn stuðlum við að réttlátu samfélagi en með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn stuðlum við að auknu misrétti og sérhagsmunum í stað þjóðarhagsmuna. Svo einfalt er málið. Hvorn kostinn vilt þú?
Ragnar �?skarsson