„Þessar tillögur starfshópsins umhverfisráðherra koma mér ekkert á óvart. Lundinn og fleiri sjófuglategundir hafa átt í miklum erfiðleikum sl. ár. Það var þess vegna sem við komumst að þessari niðurstöðu í fyrra. Þá áréttuðum við einnig að þessi ákvörðun væri á forræði bæjaryfirvalda og tókum þá ákveðið forystu í málinu,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, formaður umhverfis og skipulagsnefndar þegar hann var spurður út í veiðibann á lunda sem boðað er.