Rauð viðvörun í gildi
6. febrúar, 2025
Raud Vidv 060225
Skjáskot/vedur.is

Seinni rauða viðvörunin tók gildi núna klukkan 8 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00 í dag. Farið er að hvessa verulega í Eyjum og má sjá á vindmælingum í Stórhöfða að vindstyrkur var að mælast nú á áttunda tímanum 28 m/s og mældist sterkasta hviðan 37 m/s.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því á sjöunda tímanum í morgun segir að sunnan illviðrið í gær hafi skilað sér vel í mæla. Frá því síðdegis og fram að miðnætti mældist rok eða verra (meðalvindur meiri en 24 m/s) á um 140 mælistöðvum og ofsaveður eða fárviðri (meðalvindur meiri en 28 m/s) á 62 mælistöðvum.

Vindhviðurnar voru einnig sterkar og mældist meira en 40 m/s í hviðum á 77 stöðvum! Ef til vill er það óvenjulegasta við þetta óveður hversu víða á landinu var að mælast hættulegur vindur. Sterkasta hviðan í gær mældist 66.3 m/s á Gagnheiði, sem er fjallastöð á Austurlandi, í 950 metra hæð yfir sjó og ein hæsta mælistöðin á landinu. Sterkasta hviða á láglendi var 62.3 m/s við Hvaldalsá austan Lónsfjarðar á suðausturhorni landsins. Þessi hviða mældist kl. 21, en þremur tímum seinna virðist vindmælirinn hafa brætt úr sér því frá miðnætti sendir hann bara logn, en vitað var að þá var ekki búið að lægja á þessu svæði. Næst sterkasta hviðan á láglendi var 58.1 m/s á Stafá, utarlega á Tröllaskaga. Þriðja sterkasta hviðan á láglendi var 54.0 m/s á Vattarnesi í sunnanverðu mynni Reyðarfjarðar.

Veðrinu í gær olli lægð fyrir vestan land, sem í samvinnu við hæð með mjög háum þrýstingi yfir Bretlandi myndaði gríðarlegan sunnan vindstreng yfir landinu. Í nótt fór lægðin hratt til norðurs of fjarlægðist okkur. Þegar líða tók á nóttina hafði dregið verulega úr vindi á landinu og fyrri kafla óveðursins þar með lokið.

Nú þegar þetta er skrifað nálgast okkur óðfluga önnur lægð úr suðri, sem í dag veldur seinni helmingnum af óveðrinu. Yfir vestasta hluta landsins er spáð skörpum veðraskilum fyrripartinn í dag. Vestan þeirra er hægur vindur, kalt og snjókoma. Vestfirðir og stór hluti Breiðafjarðar verður væntanlega á því svæði. Austan megin við skilin er hins vegar sunnan illviðrið sem mun geisa á stærstum hluta landsins. Af þessu má ráða að staðan á vesturhluta landsins er óvenju viðkvæm, því ef staðsetning skilanna verður aðeins frábrugðin því sem spárnar segja, getur það haft þá þýðingu að veðrið verður mjög ólíkt því sem ætlað var.

Síðdegis í dag gera spárnar ákveðið ráð fyrir að skilin færist til austurs. Á vesturhluta landsins tekur við suðvestan strekkingur eða allhvass með éljum og kólnandi veðri. Sunnan illviðrið lægir seinast á Austfjörðum, ekki fyrr en um kvöldmatarleytið á þeim slóðum, segir í hugleiðingunum sem skrifaðar voru klukkan 06.21 í morgun.

Hér má sjá veðrið fara yfir á gagn­virku korti.

Veðurathuganir á Stórhöfða í morgun:

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Fim 06.02
kl. 08:00
Sunnan 28 m/s 28 m/s  /  37 m/s 8,4 °C 97 %
Fim 06.02
kl. 07:00
Sunnan 28 m/s 28 m/s  /  34 m/s 8,3 °C 100 %
Fim 06.02
kl. 06:00
Sunnan 21 m/s 21 m/s  /  28 m/s 8,2 °C 100 %
Fim 06.02
kl. 05:00
Sunnan 8 m/s 15 m/s  /  17 m/s 4,6 °C 97 %
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst