Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna líkamsárásar og innbrota í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjórir menn brutust inn í Íþróttamiðstöðina aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og tveimur nóttum síðar brutust þrír þeirra inn á þremur stöðum, í reykkofa, geymslu og bíl sem stóð við verkstæði í bænum.
Eitthvað virðist þó hafa slest upp á vinskapinn seinni nóttina því einn mannanna réðist á annan félaga sinn og ótengdan mann. Árásarmaðurinn var þá með hamar að vopni. Hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Ruv.is greindi frá.