�??�?g var að koma frá Bandaríkjunum þar sem ég var í síðustu lotu í 800 tíma jógakennara, yogaþerapíu og ayurveda námi hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur sem á og rekur Jóga og Blómadropaskóla Kristbjargar og Ashotush Muni. �?etta er fyrsti hópurinn frá Íslandi sem útskrifast úr þessu námi. �?g byrjaði í jógakennaranámi 2012 og fékk kennararéttindi það árið en ákvað að taka þetta lengra og er núna komin með 800 tíma. �?g er með 20 ára reynslu í líkamsræktarþjálfun og tekið óteljandi námskeið tengdum líkamsrækt , heilsu og mataræði,�?? segir Regína Kristjánsdóttir, jógakennari.
�??Yogaþerapía eru einkatímar þar sem skjólstæðingur er leiddur í stöður og teygjur sem opna og teygja líkamann betur en maður getur sjálfur, getur losað óþægindi , verki og spennu. Yogaþerapía getur hjálpað að opna stíflaðar orkustövar. Við erum með sjö orkustöðvar í líkamanum sem tengjast mismunandi líkamshlutum og líffærum og geta stíflaðar orkustövar valdið líkamlegum og jafnvel andlegum óþægindum. Einnig eru nuddaðir ákveðnir punktar, svokallaðir marmapunktar sem losa spennu og tengja orkubrautir líkamans. Yogaþerapía endar alltaf á góðri slökun sem hjálpar að losa spennu og streitu.�??
Ayurveda er Indversk heilsufræði sem hafa verið stunduð á Indlandi í þúsundir ára og þýðir orðið Ayurveda, vísindi lífsins og stundum verið nefnd vísindi langlífs.
�??Ayurveda snýst um hvernig við getum öðlast jafnvægi í lífinu í gegn um val á heilsutengdum þáttum. Hugmyndadræðin byggist mikið á fyrirbyggjandi aðferðum. Ayurveda snúast um að koma jafnvægi á það sem fræðin nefna Doshur ( Líkamsgerðir ) og eru skilgreindar sem Vata, Pitta og Kafa. Ef þær fara úr jafnvægi getur það haft áhrif á heilsufarið. Í öllum er ein dosha meira rikjandi en hinar og hjá sumum geta verið tvær doshur ríkjandi. . Fæðan er stór þáttur í Ayurveda og mismunandi hvað hentar hverri líkamsgerð og á það líka við um hreyfingu , lífstíl og annað. Á meðan það hentar t.d Vötu að borða heitan, súra,sæta og salta fæðu, hentar Pittu kæld ,sæt, beisk og herpandi fæða og Kaffan á að forðast sæta og of einhæfa fæðu. �?g er að byrja með Yoga og Ayrveda námskeið þar sem ég greini líkamsgerð og gef ráð eftir líkamsgerð hvers og eins. Einnig er hægt að fá Yogaþerapíu og líkamsgreiningu saman.�??
Í Friðarbóli er Regína með Heitt yoga , Hot fitness , líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri , ráðgjöf í mataræði og er að byrja Yoga og Ayurveda námskeið. �??Á Strandvegi 74 er ég með Yogaþerapíu , Reiki heilun og Regndropameðferð. Einnig er ég með ráðgjöf fyrir fólk sem hefur orðið fyrir myglusveppaeitrun og vill hreinsa sig til að ná aftur heilsu.�??