Reglur um heimagreiðslur Vestmannaeyjabæjar til foreldra níu mánaða barna voru lagðar fram til samþykktar á síðustu viku. Er það í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar í síðasta mánuði. Ráðið fagnaði ákvörðun bæjarstjórnar að teknar verði upp heimagreiðslur til foreldra sem nýta ekki þjónustu dagforeldra frá níu mánaða aldri barna þeirra. �??�?að er von ráðsins að ákvörðun þessi komi til með að létta róður fjölskyldufólks og auðvelda foreldrum að dvelja lengur heima með börnum sínum. Bæjarstjórn fól fræðsluráði að útfæra reglur um heimagreiðslur. Reglurnar hafa verið lagðar fram og er upphæð niðurgreiðslu 35.295 kr. á mánuði fyrir hvert barn og taka mið af upphæð niðurgreiðslna vegna daggæslu í heimahúsum,�?? segir í samþykktinni. Fæðsluráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti en hægt verður að nálgast reglurnar og umsóknareyðublöð á vefsíðu bæjarins, www.vestmannaeyjar.is sem og í þjónustuveri Ráðhússins þar sem umsóknum skal skilað.