Tvær ungar konur slösuðust og önnur alvarlega í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ribsafari í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 11. maí sl. Konurnar voru hér í starfsmannaferð á vegum Bláa lónsins þar sem bátsferð með Ribsafari var einn dagskrárliður ferðarinnar. Tæplega 100 manns voru í ferðinni og var farið út á öllum bátum fyrirtækisins. Í einni bátsferðinni kom högg á bátinn sem varð til þess að tvær ungar stúlkur slösuðust. Voru stúlkurnar í kjölfarið fluttar á Heilbrigðistofnun Suðurlands í eftirlit. Í fyrstu leit út fyrir að þær hefðu einungis tognað í baki og vor útskrifaðar af Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Seinna kom í ljós að stúlkurnar hefðu orðið fyrir alvarlegum meiðslum og hryggbrotnað. Gekkst
önnur þeirra undir aðgerð á Landspítalnum. Í kjölfarið var málið tilkynnt til lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá Ribsafari ehf. sem harma að atburður líkt og þessi hafi gerst. �??Áður en farið er í allar ferðir eru aðstæður metnar út frá veðri og ölduhæð. �?ennan ákveðna dag höfðum við farið fjölda ferða,�?? sagði Aníta �?ðinsdóttir talsmaður Ribsafari ehf.,
þegar Eyjafréttir náðu tali af henni um málið. �??Rib safari hefur um árabil boðið upp á skemmtiferðir umhverfis Eyjarnar og fara mörg þúsund manns í ferðir á vegum Ribsafari ehf. á ári hverju. Fyrir liggur að málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og ef í ljós kemur að öryggisferlum Ribsafari ehf. er ábótavant mun félagið gera viðeigandi ráðstafanir til að forða frekara tjóni,�?� segir Aníta að lokum.
Rannsókn málsins stendur yfir
Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra var slysið tilkynnt til lögreglu af starfsmönnum Ribsafari, það skráð og rannsókn hafin á því. ,,Við rannsókn þessara mála er upplýsinga aflað um hvað gerðist, af hverju, hvar, hverja það varðaði og hvaða afleiðingar það hafði. Skýrslur eru teknar af skipstjóra, tjónþola, helstu vitnum og upplýsinga aflað um veður og sjólag. �?að fer ávallt eftir atvikum í hverju máli fyrir sig hversu ítarleg rannsókn fer fram, en í alvarlegr slysum er rannsóknin ítarlegri. Málið var tilkynnt til okkar mánudaginn 17. maí sl. og stendur rannsókn á því nú yfir og verið er að afla gagna. �?egar rannsókninni er lokið fær rannsóknarnefnd samgönguslysa afrit af gögnum málsins,�?� sagði Páley