Reyna á að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn á morgun, fimmtudag. Til að það gangi eftir, þurfa aðstæður við höfnina að vera mjög góðar, þ.e. ölduhæð og vindur. Fyrsta ferð skipsins á morgun verður hins vegar í Þorlákshöfn en stefnt er að reyna við Landeyjahöfn síðdegis. Endanleg ákvörðun um það verður tekin klukkan 9 í fyrramálið.