ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar í handknattleik eru að leita sér af nýjum þjálfara þar sem Arnar Pétursson þjálfari liðsins hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir þetta tímabil, eins og hefur komið fram. �??Fyrst og fremst er ástæðan fyrir þessari ákvörðun minni annir í vinnu. �?g rek og á ásamt góðu fólki ört vaxandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem er í útflutningi á ferskum fiskafurðum. �?að kallar á meiri og meiri tíma og hefur gert í töluverðan tíma. Dagarnir eru langir, maður eldist og þarf meiri svefn,�?? sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði ákvörðunina í sjálfu sér ekki erfiða og hafi verið tekna fyrir töluverðum tíma síðan og að félagar hans í stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefðu verið meðvitaðir um þetta frá því að ákvörðun var tekin.
Vill fá Erling sem næsta þjálfara
Morgunblaðið greinir frá því að forráðamenn ÍBV hafi rætt við Erling Richardsson, en fleiri nöfn séu í siktinu líka, þeir eru Aron Kristjánsson og �?skar Bjarni �?skarsson. Arnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vonaðist eftir að Erlingur tæki við, en segjir jafnframt að næsti þjálfari liðsins veri ráðinn í 100% starf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru ÍBV búnir að vera reyna ná samning við Erling síðan um áramót.