Tryggingamiðstöðinni hefur verið gert að greiða manni bætur úr ábyrgðatryggingu Rifsafari ehf., en maðurinn varð fyrir líkamstjóni um borð í ribbát fyrirtækisins í júlí 2013. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Ribsafari hefði borið að tryggja í hvívetna öryggi farþega sinna en það hefði ekki verið gert.
Slysið átti sér stað um borð í bátnum Stóra erni, við samnefnda eyju norðan Heimaeyjar. �?að bar þannig að að báturinn skall niður í öldugangi, með þeim afleiðingum að maðurinn keyrðist niður í sæti sitt og hlaut bakáverka. Var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 7%.
Deilt var um það m.a. hvort maðurinn hefði farið að fyrirmælum og staðið yfir sætinu með bogin hné, líkt og farþegum hafði verið leiðbeint, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að um þetta hefði ekki verið gerð skýlaus krafa eða farþegar varaðir við því að það gæti verið hættulegt að sitja í sætunum.
Fram kom að umræddan dag hefðu starfsmenn Ribsafari þegar farið tvær ferðir og þeim því verið vel kunnugt um að sjólag var ekki með besta móti, auk þess sem þeir þekktu vel þá hættu að farþegar gætu fengið högg á hryggsúlu og meiðst á baki þegar báturinn væri keyrður í veltingi.
Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgöngumála var farþegum bent á að �??það gæti orðið smá hopp og skopp�?? í ferðinni og þá vissi áhöfnin að það væri �??svolítið rót úti fyrir�??. Fram kemur í dómsorðinu að starfsmönnum Ribsafari hefði verið ljóst að hætta á bakmeiðslum var mest fyrir þá sem sátu í fremstu sætum bátsins þar sem maðurinn sat.
�?etta er ekki í eina skiptið sem farþegar Ribsafari hafa hlotið áverka en tvær konur hryggbrotnuðu í maí sl. eftir bátsferð á vegum fyrirtækisins.