Í kvöld klukkan 19:00 mætast ÍBV B og ÍR í Coca Cola bikarkeppni kvenna í handbolta. Leikurinn er síðasti leikur í 16-liða úrslitum en nú þegar er búið að draga í 8-liða úrslitum og mætir sigurvegari leiksins Stjörnunni sem lagði ÍBV að velli á miðvikudaginn. ÍR leikur í Olís deild kvenna en þær eru í næst neðsta sæti deildarinnar með fimm stig. Mikil leynd hefur hvílt yfir leikmannahópi ÍBV og verður því spennandi að sjá í kvöld hvaða kempur mæta til leiks en þær lofa að gamlar handboltastjörnur mæti á svæðið í bland við ungar.
Barnapössun verður á staðnum og Pizzur seldar í hálfleik, það er því engin afsökun að drífa sig ekki á leik í kvöld.