Bæjarstjórn Árborgar samþykkir á fundi 9. apríl sl. að láta rita sögu leikskóla í sveitarfélaginu.
Elsti leikskóli sveitarfélagsins varð 40 ára 1. apríl s.l. og er við hæfi á þeim tímamótum að skrásetja sögu leikskóla í sveitarfélaginu, sem nú er tíu ára.
Heiðdísi Gunnarsdóttur, fyrrum leikskólafulltrúa, verði falin umsjón með rituninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst