„Ég hef ákveðið að segja skilið við Samfylkinguna og ganga til liðs við framboð Bjartrar framtíðar í komandi kosningum. Sú ákvörðun byggir á þeirri sannfæringu minni að rjúfa þurfi þá átakahefð sem fest hefur rætur í íslenskum stjórnmálum. Átök innan og á milli núverandi stjórnmálaflokka á yfirstandandi kjörtímabili og vantraust á þeim afhjúpar veikleika íslenska flokkakerfisins og hversu illa það
þjónar samfélagi okkar. Það er kominn tími til að breyta því og ég vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Róbert í tilkynningu sem hann birtir á facebook síðu sinni.