Þrátt fyrir töluverða landgræðslu á Bakka verður enn umtalsvert sandrok í Landeyjahöfn í miklum veðrum. Í roki fyrir nokkrum dögum mattaði sandurinn kúpul á vefmyndavélinni sem þar er staðsett og tekur myndir af framkvæmdum við höfnina. Af þeim sökum eru myndir úr vélinni ónothæfar þessa dagana.