Rökrétt framhald af Valsleiknum
21. maí, 2010
Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali að hann hræddist ekki FH-inga og sjálfsagt hafa margir talið þjálfarann vera full djarfur í yfirlýsingu sinni. En Heimir stóð við stóru orðin, hann tefldi djarft og uppskar ríkulega. Heimir stillti upp sókndjörfu liði, pressaði FH-inga hátt á vellinum, eitthvað sem Hafnfirðingar áttu síst von á. „Mér fannst þetta flottur sigur og rökrétt framhald af Valsleiknum. Í honum vorum við einum færri nánast allan leikinn en spiluðum samt góðan sóknarleik, héldum boltanum og pressuðum hátt á vellinum. Leikurin í dag var rökrétt framhald af því,“ sagði Heimir í samtali við Eyjafréttir.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst