�?Rómantík er ekki bundin við tiltekna daga á dagatalinu. Ekki konudaginn frekar
en aðra daga. Rómantík er ástand og andrúmsloft miklu frekar en kertaljós eða
rósir og aðrar slíkar klisjur. Að vísu eru konudagur og bóndadagur skemmtilegir
á sinn hátt þar sem þeir byggja á hefðum og sögu. Annað mál er með
Valentínusardaginn og alla slíka sem eru fyrst og fremst hátíðsdagar fyrir
blóma- og súkkulaðibúðir. Rómantík er ekki að finna í súkkulaði að mínu mati. Eitt er þó nauðsynlegt á konudaginn en það er að stjórnarskrárvarin réttindi
kvenna séu virt. �?ann dag eins og aðra. Fyrir mér ættu allir dagar að vera
konudagar.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst