�?Ráðningarsamningurinn mun spara bænum um 15 milljónir króna í laun og launatengd gjöld það sem eftir lifir kjörtímabils miðað við ráðningarsamning Stefaníu Katrínar,�? segir �?orvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar.
Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum lækkar ráðningarsamningur Ragnheiðar mánaðarleg útgjöld bæjarins um 350 þúsund krónur samanborið við ráðningarsamning Stefaníar Katrínar. Annars vegar vegna lægri launakostnaðar og hins vegar vegna minni bifreiðakostnaðar.
Ráðningarsamningur Ragnheiðar var samþykktur á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt honum miðast laun Ragnheiðar við þingfararkaup, margfaldað með stuðlinum 2,03. �?ingfararkaup frá 1. janúar 2007 er 517.639 krónur og því verða mánaðarlaun Ragnheiðar 1.050.807 krónur.
Komi til þess að Ragnheiði verði sagt upp störfum á kjörtímabilinu, verður uppsagnarfrestur hennar sex mánuðir en uppsagnarfrestur Stefaníu Katrínar var 12 mánuðir á fyrsta kjörtímabili.
�?egar Stefanía Katrín var ráðinn bæjarstjóri síðastliðið sumar, gagnrýndi Ragnheiður kostnað vegna bifreiðar sem Stefanía Katrín fékk til afnota en sú bifreið var tekin á rekstrarleigu. Samkvæmt ráðningarsamningi mun Ragnheiður einnig fá bifreið á rekstrarleigu til afnota en um ódýrari bifreið er að ræða og því lægri leigukostnað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst