Um sexhundruð stúlkur komu til Eyja í gær, miðvikudag, til að taka þátt í einu stærsta knattspyrnumóti ársins fyrir stúlkur, Pæjumóti TM og ÍBV. Alls taka 56 lið þátt í mótinu í ár, frá 19 félögum en mótið hófst svo snemma í morgun, fimmtudag, með fyrstu leikjunum. Mótinu lýkur svo um eða rétt eftir hádegi á laugardag með úrslitaleikjum og í kjölfarið er vegleg verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni.