Nú er kominn sá árstími að rýja þarf fé, og eru kindurnar í Elliðaey engin undantekning. Laugardaginn 30 júní nýttu rollubændur í Elliðaey sér góða veðrið og fór þá fram smölun og rúningur í framhaldinu.
Einnig var féð sprautað og gefið lyf til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Í svona blíðskapar veðri eins og var á laugardaginn, er skemmtilegt að standa í smölun og rúningi þrátt fyrir erfiðis vinnu. Rollubændur voru ánægðir með daginn, sögðu féð vel haldið, enda ekki annað hægt, því hvergi er betra að dvelja sumarlangt en í �??perlu Atlantshafsins�?� eins og einn sagði.
Myndir og texti, Ívar Atlason